Vegna mistaka hjá RÚV var kl 10 og 11 í morgun birt auglýsing sem átti að hljóma seinasta laugardag...
Vegna mistaka hjá RÚV var kl 10 og 11 í morgun birt auglýsing sem átti að hljóma seinasta laugardag um að það væri 17 kr. afsláttur á Orkunni og Shell í dag. Það er ekki 17 kr. afsláttur á Orkunni og Shell í dag, 30. júní, og biðjumst við velvirðingar ef þetta leiðindamál olli einhverjum misskilningi. Við viljum samt ítreka að um mistök starfsmanns RÚV er að ræða og umrædd auglýsing átti ekki að birtast í dag.