01.08.2024

Garðaúrgangsgámar á fjórum stöðvum Orkunnar

Við tökum á móti garðaúrgangnum þínum frá 1-31 ágúst á völdum Orkustöðvum.

Í allan ágúst bjóðum við viðskiptavinum að losa sig við garðaúrganginn á fjórum Orkustöðvum á höfuðborgarsvæðinu.

Verkefnið er unnið í samstarfi við HP gáma en markmiðið með verkefninu er að einfalda viðskiptavinum lífið við að flokka og henda úr garðinum.

Gámarnir eru staðsettir á Austurströnd, Gylfaflöt, Kleppsvegi og á Reykjavíkurvegi og eru aðgengilegir allan sólarhringinn. Við tökum á móti trjágreinum, grasi, mold, illgreni og arfa og blómaafskurði. Við minnum á að ekkert plast má fara í gámana.

Nýtum Orkuna í að flokka!