16.05.2023

Fyrirtæki ársins 2023

Orkan var valin fyrirtæki ársins 2023 hjá VR í flokknum stór fyrirtæki ásamt fjórum öðrum flottum fyrirtækjum.

Fyrirtæki ársins 2023 í flokknum stór fyrirtæki hjá VR.

Orkan var valin fyrirtæki ársins 2023 hjá VR í flokknum stór fyrirtæki ásamt fjórum öðrum flottum fyrirtækjum. Heildareinkunn er reiknuð út frá viðhorfi starfsfólks til níu ólíkra þátta starfsumhverfis. Er þetta í fyrsta skiptið sem Orkan tekur þátt í Fyrirtæki ársins og erum við ótrúlega stolt af þessum árangri.

Á myndinni má sjá flottan hóp af starfsfólki Orkunnar taka við viðurkenningunni.

Við erum einstaklega stolt af okkar starfsfólki og þessum árangri.