Víti til sparnaðar
Laugardaginn 7. september fór fram vítaspyrnukeppni þar sem 20 viðskiptavinir Orkunnar reyndu sig ...
Laugardaginn 7. september fór fram vítaspyrnukeppni þar sem 20 viðskiptavinir Orkunnar reyndu sig ...
Laugardaginn 7. september fór fram vítaspyrnukeppni þar sem 20 viðskiptavinir Orkunnar reyndu sig gegn David James, fyrrverandi markverði enska landsliðsins, Liverpool, Manchester City og núverandi leikmanni ÍBV.
Í vítaspyrnukeppninni, sem er lokahnykkur í sumarleik Orkunnar, var keppt um 100.000 kr. inneignarkort fyrir eldsneyti (50.000 kr. fyrir annað sæti og 25.000 kr. fyrir það þriðja).
6000 manns skráðu sig til leiks og 20 voru valdir af handahófi til að taka þátt. Keppt er með útsláttarfyrirkomulagi, þeir sem brenndu af voru úr leik, engin miskunn.
Kolbeinn Þórðarson 13 ára leikmaður 4. flokks HK sigraði vítaspyrnukeppnina með 7 mjög öruggum vítaspyrnum framhjá sjálfum David James. Það virðist vera bjart framundan hjá HK. Kolbeinn fékk því að upplifað (reyndar bara í klukkutíma) hvernig tilfinning það er að vera með 100.000 kr. á tímann fyrir það eitt að spila fótbolta.
Í öðru sæti var Tindur Snær Schram og fékk fyrir það 50.000 kr. inneignarkort og í 3. sæti lenti Ragnar Mar Sigrúnarson (25.000 kr. inneignarkort) en hann var jafnframt eini sigurvegarinn sem sjálfur hefur aldur til að nýta sér inneignarkortið fyrir eldsneytinu.
David James var alveg frábær og gaf sér nægan tíma fyrir þátttakendur í ljósmyndatöku og áritanir enda ekki á hverjum degi fólki gefst kostur á að hitta eða skora hjá slíkum leikmanni.
Dómarinn í keppninni var hinn margreyndi Gísli Guðmundsson stöðvarstjóri á Orkustöðinni í Gylfaflöt, hann fipaðist aldrei.