19.02.2015

Orkan styrkir Umhyggjugönguna

Sigvaldi Arnar Lárusson, lögreglumaður af Suðurnesjum er að fara að ganga frá Keflavík að Hofsósi í...

Sigvaldi Arnar Lárusson, lögreglumaður af Suðurnesjum er að fara að ganga frá Keflavík að Hofsósi í sumar til styrktar Umhyggju. Það er u.þ.b. 1 maraþon á dag í 9 daga!! Frábært framtak og Orkan tekur þátt og greiðir fyrir eldsneyti á fylgdarbíl Sigvalda. Sigvaldi fékk semsagt inneignarkort í (göngu)-skóinn í vikunni. Orkan skorar á fleiri að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni.