Icelandair semur við Skeljung
Undirritaður hefur verið samningur á milli Skeljungs og Icelandair sem kveður á um kaup flugfélagsi...
Undirritaður hefur verið samningur á milli Skeljungs og Icelandair sem kveður á um kaup flugfélagsi...
Undirritaður hefur verið samningur á milli Skeljungs og Icelandair sem kveður á um kaup flugfélagsins á flugvélaeldsneyti af Skeljungi. Samningurinn er til eins árs og tekur gildi 1. janúar 2016.
Það er Skeljungi mikið ánægjuefni að með samningnum verður fyrirtækið virkari þátttakandi í ört vaxandi þjónustu við ferðamenn, bæði Íslendinga og erlenda ferðamenn sem sækja landið heim“ segir Valgeir Baldursson forstjóri Skeljungs um samstarfið.
Gert er ráð fyrir verulegri fjölgun farþega til og frá Keflavíkurflugvelli á næsta ári. Árið 2014 fóru 3,9 milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll. Í ár er gert ráð fyrir því að fjöldinn fari upp í um 4,8 milljónir farþega en á næsta ári er búist við því að farþegafjöldinn nái 6 milljónum.
Samningurinn fellur vel að því meginhlutverki Skeljungs að þjóna orkuþörf einstaklinga bæði hratt og örugglega og um leið í sátt við umhverfið.
Skeljungur hefur því á seinustu dögum gert tvo gríðarstóra samninga, samstarfið við Icelandair og Sjávarkaup munu gera það að verkum að Skeljungur verði umsvifamesta olíufélagið á markaði og er það fagnaðarefni.