24.06.2014

Orku-appið uppfært með nýjum þjónustuvef

Kæri handhafi Orku-appsins,

Til að nýta áfram kosti Orku-appsins sem best ráðleggjum við þér að s...

Kæri handhafi Orku-appsins,

Til að nýta áfram kosti Orku-appsins sem best ráðleggjum við þér að sækja ókeypis nýjustu útgáfuna fyrir Android (Google Play) eða iphone (App Store).

Ástæðan er sú að nýverið uppfærði Skeljungur þjónustuvef Skeljungs og Orkunnar með nokkrum skemmtilegum nýjungum.

Á Minni Síðu í Orku-appinu er hægt að nálgast upplýsingar af þjónustuvefnum en til að nálgast áfram þessar upplýsingar og til að geta keypt eldsneyti með Orku-appinu þarftu nú að sækja nýjustu útgáfuna.

Orkuappið er sem fyrr ókeypis og virkar fyrir Android og iphone.

Ef þig vantar frekari upplýsingar um þjónustuvefinn, Orku-appið eða annað sem tengist Orkunni hvetjum við þig til að senda tölvupóst á orkan@orkan.is eða hringja í þjónustuverið í síma 578-8800.