Ferðapakki Orkunnar fyrir þig og þína
Veldu þínar 4 ferðavikur og tankaðu með 26 kr. afslætti með Orkulyklinum í sumar.
Veldu þínar 4 ferðavikur og tankaðu með 26 kr. afslætti með Orkulyklinum í sumar.
Veldu þínar 4 ferðavikur og tankaðu með 26 kr. afslætti með Orkulyklinum í sumar. Þegar þú hefur skráð þínar ferðavikur getur þú nælt þér í Ferðapakka Orkunnar sem er sneisafullur af afþreyingu og snarli handa þér og þínum á ferðalaginu.
Ferðapakki Orkunnar er nú kominn á þjónustustöðvar um allt land. Með því að skrá ferðavikurnar þínar og sýna dælulykilinn á næstu þjónustustöð getur þú fengið ferðapakkann beint í bílinn fyrir ferðalagið. Markmið Orkunnar er að einfalda viðskiptavinum lífið á ferðalaginu í sumar og gera bílferðina skemmtilega. Í ferðapakkanum má finna skemmtilega afþreyingu eins og ferðalúdó þar sem peðin eru með segul svo þau hlaupi ekki sjálf af stað á ferðinni, það má kasta teningnum í lófann svo hann endi ekki skottinu. Einnig eru sex dýra- og límmiðaspjöld þar sem hægt er að skreyta dýrin með ýmsum skemmtilegum límmiðum. Það er alltaf gott að hafa smá nasl í bílnum og býður ferðapakkinn upp á drykki og hollt nasl fyrir stóra sem smáa. Ferðapakkinn kemur í sundpoka sem hægt er að endurnýta.
Ferðakort Orkunnar er einnig í ferðapakkanum en það er mjög mikilvægt að það rati í réttar hendur. Þar er að finna mjög mikilvægar upplýsingar fyrir skemmtanastjórann í bílnum og hvernig er hægt að halda jákvæðri orku á ferðalaginu. Praktískar upplýsingar sem er hægt að finna á kortinu eru Orkustöðvar um allt land, rafhleðslustöðvar og ferðakaffibollinn sýnir hvar er að finna þjónustustöðvar um allt land sem bjóða frítt kaffi með Orkulyklinum. Löður stöðvar eru merktar inn svo ekki gleymist að þvo bílinn eftir ferðalagið og ekki gleyma að kíkja á aerslabelgir.is til að losa orku á ferðalaginu. Ferðakortið er ævintýra heimur og er ekkert skemmtilegra en að gera það að sýnu eigin með því að teikna inn ferðalagið og áhugaverða staði sem eru eftirminnilegir. Þegar ferðalaginu lýkur er hægt að búa til skutlu úr ferðakortinu og sjá hver flýgur lengst.
Ferðapakkinn fæst í takmörkuðu magni en ferðakortið verður fáanlegt á öllum Orkustöðvum í sumar.