01.10.2024

Orkulykilhafar á rafbílum geta nú verið bleik allan ársins hring með því að skrá sig í hóp Bleiku slaufunnar

Með því að skrá þig í hóp Bleiku slaufunnar gefur þú 1 krónu af þínum afslætti allan ársins hring og 2 krónur í október.

Bleika slaufan er árlegt átaksverkefni Krabbameinsfélagsins, tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Bleika slaufan er okkur hjartans mál en við höfum verið stoltur​ styrktaraðili átaksins í 18 ár. Saman höfum við safnað á annan tug milljóna til baráttunnar gegn krabbameinum hjá konum. ​

Við gerum þér kleift að styrkja slaufuna allan ársins hring með því að tengja Orkulykilinn við styrktarhóp Bleiku slaufuna. Með því að skrá sig í hóp Bleiku slaufunnar gefa lykilhafar 1 krónu af sínum afslætti til málefnisins allan ársins hring og 2 krónur í október. Við gefum síðan jafnt á móti þér fyrir hvern seldan lítra sem safnast fyrir Bleiku slaufuna.

Nú geta Orkulykilhafar á rafbílum einnig skráð sig í hóp Bleiku slaufunnar og gefið 1 krónu af sínum afslætti allan ársins hring og 2 krónur í október.

Það er einfalt að skrá sig í hópinn og hægt er að kynna sér átakið betur hér - https://www.orkan.is/samfelagsabyrgd/bleikur-oktober/

Á Bleika deginum sem fer fram 23. október í ár renna 5 krónur af hverjum seldum lítra til málefnisins og verður hægt að fylgjast með söfnunarupphæðum þann dag á frétta- og umhverfismiðlum.