Hraðhleðsla á Miklubraut við Kringluna
Okkur langar til að segja þér meira frá nýju færanlegu hleðslustöðinni okkar á Miklubraut við Kringluna.
Okkur langar til að segja þér meira frá nýju færanlegu hleðslustöðinni okkar á Miklubraut við Kringluna.
Hæ Orkubolti,
Okkur langar til að segja þér meira frá nýju færanlegu hleðslustöðinni okkar á Miklubraut við Kringluna sem hefur að bjóða fjóra hleðslustaura, þrjá með CCS tengjum og einn staur með bæði CCS og CHAdeMO tengi.
Á þessari staðsetningu var búið að leggja fyrir heimtaug sem dugir fyrir 50kW hleðslustöð. Meðan beðið er eftir að fá stærri heimtaug á svæðið var ákveðið að setja upp nýju tímabundnu lausnina sem er 350kW færanlega hleðslustöðin. Til að mæta þessu aukna afli þá er 300kWh rafhlöðupakki sem hleðst upp á nóttinni og þegar minna er að gera á daginn. Vinsældir stöðvarinnar valda því að hleðsla á rafhlöðunni hefur ekki undan og rafhlöðupakkinn tæmist. Þá skiptist 50kW á milli þeirra sem eru að hlaða. Ekki er algent að rafhlöðupakkinn tæmist en þetta gerist helst seint síðdegis eða snemma kvölds. Því miður verður ekki hægt að uppfæra heimtaugina fyrr en á nýju ári en við gerum okkar allra besta í að vinna hratt og vel með samstarfsaðilum til að fá nýja heimtaug afhenta.
Við biðjumst velvirðingar á þessu og bendum í leiðinni á næstu hraðhleðslustöðina okkar á Orkunni Laugavegi (þar sem Næturvaktin var tekin upp) en þar bjóðum upp á eina af okkar hröðustu stöðvum.