Bleika byltingin
Orkan rekur 70 þjónustustöðvar um allt land þar sem markmiðið er að einfalda líf viðskiptavina á ferðinni.
Orkan rekur 70 þjónustustöðvar um allt land þar sem markmiðið er að einfalda líf viðskiptavina á ferðinni.
Orkan hefur nú selt frá sér allan verslunarrekstur félagsins inn í breytt félag Heimkaupa. Orkan hefur verið í fararbroddi á eldsneytismarkaði með því að að bjóða lægsta eldsneytisverðið í yfir 20 ár og er eina félagið á Íslandi sem selur alla fimm orkugjafana- bensín, dísel, metan, vetni og rafmagn.
Orkan rekur 70 þjónustustöðvar um allt land þar sem markmiðið er að einfalda líf viðskiptavina á ferðinni í samvinnu við góða samstarfsaðila. Við bjóðum fjölbreytta þjónustu við okkar stöðvar, s.s. bílaþvott, veitingaþjónustu auk bílaapóteka sem eru vel staðsett við Orkustöðvar og njóta vaxandi vinsælda.
Orkan fer með eignarhald í bílaþvottafyrirtækinu Löðri og eignarhald í raforkusölufyrirtækinu Straumlind. Markmið Straumlindar er að bjóða viðskiptavinum sínum ódýrasta verð á rafmagni á Íslandi.
Bleika byltingin er hafin...#bleikabyltingin