13.07.2023

Ferðakortin eru mætt á stöðvar Orkunnar!

Veldu þínar 4 ferðavikur og tankaðu með 26 kr. afslætti með Orkulyklinum í sumar!

Ferðakortin eru mætt á þjónustustöðvar Orkunnar um land allt!

Ferðakort Orkunnar hefur að geyma allskyns skemmtilega afþreyingu fyrir alla fjölskylduna. Sniðugt er að leyfa skemmtanastjóranum í bílnum að halda kortinu og upplýsa hina um hvað er að finna hringinn í kringum landið. Praktískar upplýsingar sem hægt er að finna á kortinu eru Orkustöðvar um land allt, rafhleðslustöðvar og ferðakaffibollinn sýnir hvar er að finna þjónustustöðvar um allt land sem bjóða frítt kaffi með Orkulyklinum. Löður stöðvar eru merktar inn svo ekki gleymist að þvo bílinn eftir ferðalagið og ekki gleyma að kíkja á aerslabelgir.is til að losa orku á ferðalaginu. Ferðakortið er ævintýraheimur og er ekkert skemmtilegra en að gera það að sýnu eigin með því að teikna inn ferðalagið og haka við áhugaverða staði sem eru eftirminnilegir. Einnig er að finna fullt af skemmtilegum leikjum og orðarugli.

Við vonum að ferðalagið verði ánægjulegt og að skemmtanastjórinn nýti ferðakortið til að halda stemmningunni uppi!

Hægt er að nálgast ferðakortin á öllum þjónustustöðvum Orkunnar í sumar en 26kr. afsláttur með sumargjöf Orkunnar gildir til 31.ágúst 2023.