Styrktarupphæðir frá viðskiptavinum Orkunnar sjáanlegar í rauntíma á degi Bleiku slaufunnar
Styrktarupphæðir frá viðskiptavinum Orkunnar til Bleiku slaufunnar birtast á stafrænum miðlum á degi Bleiku slaufunnar.
Styrktarupphæðir frá viðskiptavinum Orkunnar til Bleiku slaufunnar birtast á stafrænum miðlum á degi Bleiku slaufunnar.
Auglýsingafyrirtækið Púls Media þróaði með okkur lausn sem gerir okkur kleift að birta styrktarupphæðir frá viðskiptavinum okkar til Bleiku slaufunnar. Í dag renna 5 krónur af hverjum seldum lítra til Bleiku slaufunnar og hannaði Púls Media birtingarmynd á auglýsingaefni okkar þar sem viðskiptavinir á ferðinni geta séð þá upphæð sem rennur til Bleiku slaufunnar í hverri dælingu. Við nýtum bæði stafræna og umhverfisvæna miðla til að setja fram auglýsingaefnið og er tilgangurinn að sýna fram á að margt smátt gerir eitt stórt.
„Við erum ótrúlega spennt að vinna með Orkunni að þessu frábæra verkefni fyrir gott málefni. Með því að nýta rauntímaupplýsingar úr kerfum Orkunnar getum við birt skilaboð, á vefmiðlum og umhverfismiðlum, sem þakka viðskiptavinum Orkunnar fyrir þeirra framlag til Bleiku slaufunnar ásamt því að hvetja aðra til að taka þátt,” segir Helgi Pjetur, framkvæmdastjóri Púls Media.
Orkan rekur 72 sjálfsafgreiðslustöðvar um allt land og með þessari herferð er lögð áhersla á að sýna samstöðu í baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Viðskiptavinir á ferðinni geta fylgst með birtingum í allan dag og séð upphæðir sem renna til málefnisins.
„Orkan hefur verið stoltur styrktaraðili Bleiku slaufunnar í 17 ár og okkur þykir vænt um að geta nýtt allar okkar stöðvar og sýnt viðskiptavinum hversu mikil áhrif þeir hafa. Við sýnum samstöðu og fyllum á tankinn fyrir mikilvæga málefnið sem Bleika slaufan er og með þessa birtingamynd gerir Púls Media okkur kleift að láta verkefnið lifna við í rauntíma,” segir Brynja Guðjónsdóttir, markaðsstjóri Orkunnar.
Mynd að neðan sýnir dæmi um hvernig efni birtist á rauntíma á vefmiðlum.