30.09.2015

Orkan styrkir Bleiku Slaufuna næstu árin

ORKAN og Krabbameinsfélag Íslands hafa skrifað undir áframhaldandi styrktarsamstarf sem gildir næs...

ORKAN og Krabbameinsfélag Íslands hafa skrifað undir áframhaldandi styrktarsamstarf sem gildir næstu fjögur árin. Þar styrkir ORKAN átakið um Bleiku Slaufuna en Bleika Slaufan er tákn Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini hjá konum.

Undanfarin ár hefur ORKAN styrkt Bleiku Slaufuna með margvíslegum hætti m.a. með því að bjóða uppá sérstakan Orkulykil Bleiku Slaufunnar þar sem 1 kr. af hverjum seldum lítra rennur til styrktar átaksins allt árið um kring. Í október hverjum hækkar svo styrkurinn í 2 kr. af hverjum seldum lítra, ásamt því að efnt er til sérstaks ofurdags þar sem viðbættar 2 kr. af öllum seldum eldsneytislítrum, óháð greiðslumáta, renna til styrktar Bleiku Slaufunnar.

YFIR MILLJÓN KR. SÖFNUÐUST ÁRIÐ 2014

Í fyrra safnaði Orkan yfir milljón kr. fyrir Bleiku Slaufuna ásamt því að taka virkan þátt í átakinu í október m.a. með því að setja bleika lýsingu á valdar Orku stöðvar og tileinka einum ofurdegi til málefnisins. „Við erum virkilega stolt að geta lagt okkar af mörkum í átaki Bleiku Slaufunnar og hlökkum til að halda þessu samstarfi áfram á komandi árum“. Segir Katrín M. Guðjónsdóttir, markaðsstjóri Skeljungs.

Á myndinni má sjá Katrínu M. Guðjónsdóttur, markaðsstjóra Skeljungs og Söndru Sif Morthens, markaðsstjóra Krabbameinsfélagsins, við undirskrift samningsins.