Orkan hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2024
Við erum stolt að taka við viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2024 þriðja árið í röð.
Við erum stolt að taka við viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2024 þriðja árið í röð.
Orkan hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2024 þriðja árið í röð. Við fögnum fjölbreytileikanum og öllum þeim ólíku orkuboltum sem starfa hjá okkur. Mikið er lagt upp úr því að búa til þægilegt og hvetjandi starfsumhverfi og að starfsfólk fái tækifæri til að vaxa í starfi og sömuleiðis líði vel í starfi.
Tilgangur Jafnvægisvogar FKA sem er hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í átvinnulífinu, er að auka jafnvægi í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja í íslensku viðskiptalífi með það að markmiði að árið 2027 verði hlutfall á milli kynja a.m.k. 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi.
Við erum afar stolt af því að taka við viðurkenningunni þriðja árið í röð og höldum áfram að nýta orkuna í góðu málin.
Jafnrétti er ákvörðun.