26.08.2015

Skeljungur og Stúdentaráð Háskóla Íslands

Skeljungur og Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ) hafa skrifað undir samstarfssamning fyrir komandi s...

Skeljungur og Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ) hafa skrifað undir samstarfssamning fyrir komandi skólaár. Með samningnum er verið að auðvelda þeim Stúdentum sem reka bíl að versla eldsneyti hjá Orkunni og Shell og fá aðra þjónustu fyrir bílinn á hagstæðu verði.

Með samstarfinu munu nemendafélög Háskóla Íslands einnig njóta góðs af viðskiptum sinna félagsmanna þar sem Skeljungur heitir árangurstengdum greiðslum til SHÍ og tilheyrandi nemendafélaga í gegnum Stúdentalykil Orkunnar. 

Á myndinni má sjá Vigdísi Guðjohnsen sölustjóra hjá Skeljungi ásamt fulltrúum Stúdentaráðs Háskóla Íslands fyrir utan aðalbyggingu Háskólans.