Stóri plokkdagurinn 2023
Stóri plokkdagurinn fór fram sunnudaginn 30.apríl í sól og blíðu. Fjölmargir plokkarar tóku þátt í þessum flotta degi.
Stóri plokkdagurinn fór fram sunnudaginn 30.apríl í sól og blíðu. Fjölmargir plokkarar tóku þátt í þessum flotta degi.
Stóri plokkdagurinn fór fram sunnudaginn 30.apríl í sól og blíðu. Fjölmargir plokkarar tóku þátt í þessum skemmtilega degi og safnaðist 490kg af plokki í gámana. Við tókum á móti plokki frá viðskiptavinum í glærum plastpokum á fjórum stöðvum Orkunnar í samstarfi við Terra umhverfisþjónustu. Gámarnir voru staðsettir við Orkuna Suðurfell, Kleppsveg, Dalveg og Suðurströnd og sá Terra umhverfisþjónusta um að tæma gámana. Er þetta annað árið í röð sem að Orkan tekur þátt í Stóra plokkdeginum og erum við einstaklega ánægð að vera að taka þátt í svona flottu málefni annað árið í röð.
Hægt er að lesa nánar um málefnið á plokk.is/stori-plokkdagurinn/
Takk fyrir að taka þátt í Stóra plokkdeginum og nýta Orkuna til að flokka!