Skeljungur og 10–11: Samstarf um verslanarekstur.
Skeljungur hf. hefur samið við Rekstrarfélag Tíu ellefu ehf. um að annast rekstur tólf verslana vi...
Skeljungur hf. hefur samið við Rekstrarfélag Tíu ellefu ehf. um að annast rekstur tólf verslana vi...
Skeljungur hf. hefur samið við Rekstrarfélag Tíu ellefu ehf. um að annast rekstur tólf verslana við bensínstöðvar Shell og Orkunnar í þeim tilgangi að sinna enn betur þörfum viðskiptavina Skeljungs fyrir hvers kyns nauðsynjavörur til heimilisins og matvöru fyrir fólk á ferðinni.
Samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.
Samstarfið mun ná til reksturs ellefu verslana á höfuðborgarsvæðinu og einnar á Akranesi. Skeljungur mun áfram annast eldsneytissölu, veita viðskiptavinum þjónustu á sjálfsafgreiðsluverði á plani verslana og óbreytt vöruframboð verður af olíum og bílavörum. Með samstarfinu verður aukin áhersla lögð á skyndirétti, gott kaffi, úrval af hollusturéttum auk helstu nauðsynjavara fyrir heimlið og sumarbústaðinn.
Starfsmenn þessara verslana eru um eitt hundrað talsins og munu þeir starfa þar áfram en nú undir merkjum 10 -11. Fyrir rekur 10-11 verslanir við bensínstöð Orkunnar á Dalvegi og Shell á Miklubraut.
„Með þessari ráðstöfun erum við að styrkja enn frekar þjónustustöðvar okkar og teljum að 10-11 sé sterkur samstarfsaðili til þess. Við bindum miklar vonir við þau tækifæri sem samstarfið skapar og það er stór liður í okkar áformum varðandi uppbyggingu og þróun á fyrirtækinu.“ segir Valgeir Baldursson forstjóri Skeljungs.
Kort og lyklar Orkunnar og Skeljungs virka áfram til greiðslu í verslununum eftir þessa breytingu.
Samningurinn tekur til reksturs verslana við eftirfarandi bensínstöðvar:
Fyrir rekur 10-11 verslanir við bensínstöð Orkunnar við Dalveg og bensínstöð Shell við Miklubraut Suður