26.11.2024

Breytingar á Miklubraut við Kringluna

Fjögur tengi hafa verið tekin í notkun og hleðslugámur hefur verið fjarlægður af lóðinni.

Fyrir framan Joe and the Juice hefur opnað eyjulausn með 4 CCS tengjum.

Þar er hægt að greiða með öllum helstu greiðsluleiðum - helstu kredit- og debetkortum, Apple og Google Pay, Orkulyklinum sem býður 12 kr. afslátt af kWh*, e1 appinu og Netgíró.

Hleðslugámurinn á Miklabraut hefur verið fjarlægður og hafa aðgerðir hafist nú þegar við að koma upp staurum þar sem hleðslugámurinn stóð. Þar munu koma þrjú CCS tengi og eitt CHAdeMO tengi.

Á meðan geta CHAdeMO eigendur geta farið hinu megin við götuna á Miklubraut við Lyfjaval.

*Afsláttur með Orkulykli gildir ekki á Fitjum og Vesturlandsvegi en þar bjóðum við okkar allra lægsta verð.

Sækja um Orkulykil hér.