15.02.2024

Sjálfvirk greiðsla fyrir hraðhleðslu í fyrsta sinn á Íslandi á stöðvum Orkunnar með e1 appinu

Orkan og e1 eru fyrst til að bjóða viðskiptavinum sjálfvirka greiðslu við hleðslu (e. auto charge) á Íslandi.

Orkan og e1 eru fyrst til að bjóða viðskiptavinum sjálfvirka greiðslu við hleðslu (e. auto charge) á Íslandi en lausnin hefur verið virkjuð á öllum hraðhleðslustöðvum okkar í samstarfi við sprotafyrirtækið e1. Sjálfvirk greiðsla við hleðslu er virkjuð með e1 appinu hjá viðskiptavinum okkar með því einfaldlega að stinga í samband, en hleðslustengið auðkennir bílinn og virkjar sjálfvirka greiðslu.Við erum með 7 hraðhleðslustöðvar þar sem við leggjum áherslu á öflugar hraðhleðslur, lágt verð og gott aðgengi. Hraðhleðslustöðvar okkar bjóða upp á 350-500kW hleðslur með CCS tengjum og það er ávallt gert ráð fyrir minnst einu CHAdeMO tengi á hverri staðsetningu.

Meginmarkið e1 er að efla uppbyggingu innviða fyrir rafbíla og stuðla að hraðari orkuskiptum í samgöngum á Íslandi með því að einfalda aðgengi rafbílaeigenda að hleðslustöðvum með einu appi.

Um 80%  rafbíla á Íslandi geta nýtt sér sjálfvirkar greiðslur við hleðslu og er því frábær leið til einfalda hleðsluferlið enn frekar. Þú getur kannað hvort að rafbíllinn þinn geti tekið á mótið sjálfvirkum greiðslum á hleðslu hér – www.ev-database.org

Á mynd eru (frá hægri) Ólafur Davíð Guðmundsson, tæknistjóri rafmagns, Hafrún Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri e1, og Guðmundur Ingi Þorsteinsson, framkvæmdastjóri sölu og þróunar.