16.01.2025

Orkan hástökkvari í ánægjuvoginni 2024

Við hækkuðum um tvö sæti og erum nú í 2. sæti yfir ánægðustu viðskiptavini á eldsneytis og hraðhleðslumarkaði!

Orkan hækkaði um tvö sæti og er nú í 2. sæti yfir ánægðustu viðskiptavini á eldsneytis og hraðhleðslumarkaði!

Í fyrra hækkaði Orkan mest allra fyrirtækja sem mæld voru í ánægjuvoginni og nú erum við í topp þremur sætum hástökkvara ánægjuvogarinnar.

Íslenska ánægjuvogin verðlaunar þau fyrirtæki sem skara fram úr í ánægju viðskiptavina á sínum markaði. Félagið er í eigu Stjórnvísi og er könnunin framkvæmd af Prósent.

Við erum ótrúlega þakklát okkar viðskiptavinum fyrir að fylgja okkur í þessari vegferð.Það er okkur hjartansmál að hlusta á og bregðast við þeim ábendingum sem berast okkur og við leggjum okkur fram á hverjum degi við að bjóða bestu þjónustuupplifun á sjálfsafgreiðslustöðvunum.

Takk kæru Orkuboltar, fyrir að hvetja okkur áfram!