Orkan býður viðskiptavinum umhverfisvænna eldsneyti
Orkan tekur þátt í að skipta út E5 (95 oktana) bensíni fyrir E10 (95 oktana) á öllum stöðvum.
Orkan tekur þátt í að skipta út E5 (95 oktana) bensíni fyrir E10 (95 oktana) á öllum stöðvum.
Orkan býður nú viðskiptavinum umhverfisvænna eldsneyti. Orkan tekur þátt í að skipta út E5 (95 oktana) bensíni fyrir E10 (95 oktana) á öllum stöðvum. Með þessu bjóðum við viðskiptavinum umhverfisvænna eldsneyti.
Hvað er E10?
E10 er 95 oktana eldnseyti sem uppfyllir allar kröfur sem gerðar eru til bensíns á Íslandi og inniheldur 10% etanól að hámarki. E10 mun koma í stað E5 eldsneytis á öllum stöðvum og inniheldur það 10% blöndu af etanóli á móti 90% hlutfalls jarðefnaeldsneytis.
Af hverju er verið að skipta út E5 fyrir E10?
Við erum að skipta úr E5 fyrir E10 til að uppfylla lagaskyldu frá ríkinu sem kveður á um að draga skuli úr losun gróðurhúslofttegunda og efla notkun endurnýjanlegs eldsneytis. Orkan fagnar þessum tímamótum þar sem E10 er umhverfisvænni kostur.
Getur minn bíll notað E10?
99% af bílum á markaði geta notað E10. Ef viðskiptavinir eiga ökutæki sem tekur ekki E10 er algengt að hægt sé að nota 98 oktan eldsneyti en best er að kynna sér fyrst upplýsingar frá framleiðanda. 98 oktana eldsneyti verður áfram í boði á völdum stöðvum Orkunnar og hægt að finna þær hér, https://www.orkan.is/orkustodvar/.
Ef þú vilt kynna þér bílategundir og vöruframboð nánar er hægt að kynna sér málið hér, https://www.e10info.eu/can-i-use-e10/.
Er breytingin til frambúðar?
Já, samkvæmt reglugerðum þá er þetta nauðsynlegt skref að stíga. Við sjáum það einnig í nágrannalöndum að þetta er framtíðin og þykir okkur mikilvægt að taka þetta skref til frambúðar. Með þessu er brennisteins innihaldið minna og útblástur því minni sem er betra fyrir umhverfið og það er mikilvægur þáttur.