28.05.2015
Skeljungur styrkir boðhlaup Spörtu til styrktar Umhyggju.
Föstudaginn 29. maí, ætla Iðkendur og þjálfarar hjá Sparta Heilsurækt og Training for Warriors...
Föstudaginn 29. maí, ætla Iðkendur og þjálfarar hjá Sparta Heilsurækt og Training for Warriors...
Föstudaginn 29. maí, ætla Iðkendur og þjálfarar hjá Sparta Heilsurækt og Training for Warriors Reykjavík að hlaupa boðhlaup frá Kópavogi til Blönduóss og safna áheitum fyrir Umhyggju, styrktarfélag langveikra barna. Hlaupararnir verða 25 talsins en þeir munu skiptast á að hlaupa 244 kílómetra. Rúta mun fylgja hlaupurunum alla leiðina og styrkir Skeljungur hópinn með eldsneytisinneign.
Jón Páll Leifsson, markaðsstjóri Skeljungs afhenti Jóhanni Emil Elíassyni, öðrum skipuleggjanda hlaupsins, styrkinn góða á hlaupunum fyrr í vikunni eins og sjá má á myndinni.