28.05.2015

Skeljungur styrkir boðhlaup Spörtu til styrktar Umhyggju.

Föstudaginn 29. maí, ætla Iðkend­ur og þjálf­ar­ar hjá Sparta Heilsurækt og Train­ing for Warri­ors...

Föstudaginn 29. maí, ætla Iðkend­ur og þjálf­ar­ar hjá Sparta Heilsurækt og Train­ing for Warri­ors Reykja­vík að hlaupa boðhlaup frá Kópavogi til Blönduóss og safna áheit­um fyr­ir Um­hyggju, styrkt­ar­fé­lag lang­veikra barna. Hlaup­ar­arn­ir verða 25 tals­ins en þeir munu skipt­ast á að hlaupa 244 kílómetra. Rúta mun fylgja hlaupurunum alla leiðina og styrkir Skeljungur hópinn með eldsneytisinneign.

Jón Páll Leifsson, markaðsstjóri Skeljungs afhenti Jó­hanni Emil Elías­syni, öðrum skipuleggjanda hlaupsins, styrkinn góða á hlaupunum fyrr í vikunni eins og sjá má á myndinni.