19.09.2025
17 tonn í garðaúrgangsgámana!
Viðskiptavinir Orkunnar söfnuðu 17 tonnum af garðaúrgangi í gámana.
Viðskiptavinir Orkunnar söfnuðu 17 tonnum af garðaúrgangi í gámana.
Við buðum viðskiptavinum að losa sig við garðaúrgang í gáma á fimm Orkustöðvum. Alls söfnuðust 17 tonn í gámana frá 14. ágúst til 8. september.
Verkefnið var unnið í samstarfi við HP gáma en markmiðið með verkefninu er að einfalda lífið með því að gera flokkun og förgun garðaúrgangs aðgengilegri. Á höfuðborgarsvæðinu voru gámarnir staðsettir við Austurströnd, Gylfaflöt, Kleppsveg og Reykjavíkurveg. Á Akureyri var gámurinn staðsettur við Mýrarveg. Tekið var á móti grasi, mold, illgresi, arfa og blómaafskurði.
Takk fyrir að nýta Orkuna í að flokka!