Orkan afhenti Krabbameinsfélaginu í síðustu viku 1,2 milljónir króna sem söfnuðust í október til átaksins
Bleika slaufan. Upphæðin safnaðist á bleika deginum 15.október síðastliðinn þar sem þrjár krónur af hverjum seldum lítra runnu til átaksins. Til viðbótar bætast 200 krónur af hverjum seldum brúsa af bleikum rúðuvökva á þjónustustöðvum Orkunnar október og hluta af veltu bleikra Orkulykla.
“Við höfum verið stoltur styrktaraðili Bleiku Slaufunnar í fimmtán ár enda bleiki liturinn áberandi á öllum okkar stöðvum allan ársins hring, í október gerum við enn meira úr honum með bleikum ljósum og fánum merktum bleiku slaufunni til að sýna okkar stuðning við baráttuna gegn krabbameinum kvenna, málefni sem snertir okkur öll á einn eða annan hátt.“ segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs.
“Fyrir okkur hjá Krabbameinsfélaginu er ómetanlegt að eiga svona frábæra samstarfsaðila eins og Orkuna. Samstarfið vex og dafnar með hverju árinu og við finnum einlægan áhuga og stuðning starfsfólks Orkunnar á að leggja okkur lið. Við færum viðskiptavinum Orkunnar okkar bestu þakkir fyrir að beina orkunni að Bleiku slaufunni í október. Stuðningur ykkar skiptir sannarlega máli svo við getum verið til staðar fyrir þá sem þurfa.” segir Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir, fjáröflunar- og markaðsstjóri Krabbameinsfélagsins.
Orkan gerir þeim sem vilja kleift að styðja Krabbameinsfélagið allan ársins hring með bleika Orkulyklinum en með honum rennur 1 króna af hverjum keyptum lítra til átaksins allt árið en 2 krónur af hverjum keyptum lítra allan október. Hægt er að sækja um bleika Orkulykilinn
hér.
Mynd: Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir, fjáröflunar- og markaðsstjóri Krabbameinsfélagsins og Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs á Orkunni Suðurfelli.