04.12.2013

Öll lykilorð dulkóðuð

Skeljungur hefur nú farið yfir
þjónustuvefinn á www.skeljungur.is og á www.orkan.is og í kjölfari...

Skeljungur hefur nú farið yfir þjónustuvefinn á www.skeljungur.is og á www.orkan.is og í kjölfarið breytt meðhöndlun lykilorða og því hvernig notendur geta fengið nýtt lykilorð sent ef þeir gleyma lykilorði sínu.

Öll lykilorð eru nú á öllum stigum dulkóðuð og glati viðskiptavinir lykilorði sínu geta þeir fengið nýtt lykilorð sent í heimabanka sinn.

Við vonum að viðskiptavinir okkar taki þessum hertu öryggisráðstöfunum okkar vel.

Rétt er að taka fram að viðkvæmar trúnaðarupplýsingar varðandi greiðslukort tengd Orkulyklum eða Skeljungs-kortum eru hvergi geymdar hjá Skeljungi, hvorki í innri kerfum né á þjónustuvef, heldur einungis hjá Reiknistofu bankanna.

Allar frekari upplýsinar fást hjá okkar góða fólki í þjónustuveri Orkunnar í síma 444-3100