Fjölnota hanskinn
Fjölnota hanskinn hefur tekið við af plasthanskanum!
Einnota plasthanskar verða fjarlægðir af dælum okkar þann 2. apríl næstkomandi. Í staðinn munum við gefa viðskiptavinum fjölnota dæluhanska.
Lengi vel hefur viðskiptavinum okkar staðið til boða að nýta einnota plasthanska þegar dælt er til að tryggja hreinlæti en vegna umhverfissjónarmiða hefur nú verið ákveðið að fjarlægja þá af dælunum.
Þú getur nálgast hanskann á skrifstofu okkar í Fellsmúla 28, 108 Reykjavík.
Eins bjóðum við upp á að senda hanskann heim ef óskað er eftir því. Best er að senda okkur línu á orkan@orkan.is og við græjum málið með þér!