Árið 2014 opnuðum við formlega nýja metandælu á Orkustöðinni okkar við Miklubraut, einni fjölförnustu götu landsins. Þar með höfum við bætt enn við þá umhverfisvænu orkugjafa sem viðskiptavinum þess bjóðast.
Orkan hóf í lok árs 2013 sölu á lífdísilolíu og uppfyllir ákvæði laga um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi um 3,5% hlutfall endurnýjanlegs orkuinnihalds. Til viðbóta opnaði Orkan hraðhleðslustöð fyrir ramagnsbíla á Orkunni Miklabraut, Kringlu megin.
Metanið á hinni nýju metandælu kemur frá Sorpu en framleiðsla þess byggir alfarið á endurnýjanlegri orku, annars vegar úr lífrænum úrgangi og hins vegar raforku frá landsnetinu sem framleidd er með virkjun fallvatna.
Sjá timelaps vídeó af uppsetningu metanstöðvarinnar í flipanum hér að neðan.