Styrktarúthlutun apríl 2024
11 verkefni um land allt hlutu styrk fyrir fyrra tímabil styrktarumsókna árið 2024.
11 verkefni um land allt hlutu styrk fyrir fyrra tímabil styrktarumsókna árið 2024.
Styrktarúthlutun fyrir apríl 2024 er lokið og voru alls 11 verkefni um land allt sem hlutu styrk.
Stefna Orkunnar er að styrkja samfélagsverkefni sem fela í sér hreyfingu og flutning, þá hreyfingu í íþrótta- og umhverfismálum eða flutning milli staðsetninga. Við styrkjum verkefni í öllum landshlutum og fara úthlutanir fram í apríl og október ár hvert.
Verkefni sem hlutu styrk fyrir fyrra tímabil ársins eru:
Austurland
Tómas Nói Hauksson – Bróðir stuttmynd
Foreldrafélag Seyðisfjarðar – Styrkur vegna uppbyggingu á hjólahreystibraut á Seyðisfirði
Höfuðborgarsvæðið
Listskautadeild Fjölnis – Styrkur í formi auglýsingar
Valgerður Guðsteinsdóttir – Fyrsta atvinnu hnefaleikakona landsins
Norðurland
Hafdís Sigurðardóttir – Hjólandi Hafdís var valin hjólreiðakona Íslands fyrir keppnistímabil 2022 og 2023 af Hjólreiðasambandi Íslands.
Suðurland
Judofélag Suðurlands - Kennsla í fallæfingum fyrir eldri borgara
Ungmennafélag Stokkseyrar - Dansskóli BES býður krökkum í Barnaskóla á Eyrarbakka og Stokkseyri upp á dansskóla einu sinni í viku.
Suðvesturhorn
Aron Dagur Julíusson – 10 ára efnilegur motorcross keppandi
Team Danskompaní – Team Danskompaníið keppir á heimsmeistaramótinu Dance World Cup í listdansi 2024.
Vestfirðir
Björgunarsveitin Sæbjörg – Styrkur vegna fjármögnunar á nýjum björgunarsveitabíl
Vesturland
Víkingur Ólafsvík - Styrkur í formi auglýsingar
Við óskum þeim einstaklingum og félögum sem hlutu styrk velfarnaðar í sínum verkefnum.
Við hvetjum viðskiptavini á fleygiferð til að sækja um styrk fyrir næstu úthlutun sem fer fram í október 2024.
Hægt er að sækja um hér.