Lykillinn í símann með Apple og Google Wallet
Það er einfalt að sækja um Orkulykilinn í símann. Við hvetjum öll til að prufa lausnina og einfalda sér hversdagsleikann
Það er einfalt að sækja um Orkulykilinn í símann. Við hvetjum öll til að prufa lausnina og einfalda sér hversdagsleikann
Við erum ótrúlega spennt að kynna nýja og snjalla lausn sem við höfum verið að þróa síðustu mánuði í samstarfi við Leikbreyti og Advania en nú býðst viðskiptavinum að sækja Orkulykilinn í veskið í símann með Apple og Google Wallet! Við viljum einfalda viðskiptavinum lífið á ferðinni og þekkjum það flest orðið að geta borgað með símanum í posum og við dælur. Lausnin er þægileg og einföld í notkun og þegar viðskiptavinir aka inn á Orkustöðvar þá opnast til dæmis lykilinn sjálfvirkt hjá korthöfum. Þegar lykilinn er opnaður er strikanúmerið skannað í 15cm fjarlægð frá strikamerkjaskannanum og greiðsluferli klárað á skjá til að geta dælt.
Með þessari lausn sjáum við einnig fram á að draga úr plastnotkun því Orkulyklar og kort sem hafa verið í notkun eru framleidd úr plasti.
Það er einfalt að sækja um Orkulykilinn í símann og með þessari lausn er hægt að fá lykilinn sinn strax án þess að þurfa bíða eftir póstsendingu. Við hvetjum öll til að prufa nýju lausnina og einfalda sér hversdagsleikann.
👉 Hægt er að lesa meira um lausnina hér og sjá hvernig skal ná í Orkulykilinn í símann
Orkulykillinn í símann er aðgengilegur viðskiptavinum í dag en til stendur að setja einnig inneignakort Orkunnar í rafrænt form og verður það tilbúið innan skamms.