Um okkur
Takk fyrir að forvitnast um Orkuna. Hér höfum við tekið saman það allra helsta um starfsemina okkar. Markmiðið er að vera til staðar fyrir þig - hringinn í kringum landið.
Við vitum að þarfir fólks eru sífellt að breytast. Þess vegna leggjum við áherslu á að bjóða upp á fjölbreytilega orkugjafa og erum sífellt að leita að fleiri leiðum til að stytta viðskiptavinum sporin og nýta hentugar staðsetningar stöðvanna.
Bensín, dísel, rafmagn, vetni eða metan fyrir bílinn – múslískál, pylsa, borgari, eða hristingur fyrir kroppinn, hraðbanki, apótek, flokkunartunnur eða póstbox – allt þetta og meira til í leiðinni fyrir þig.
Við sjáum til þess að hversdagurinn þinn verði aðeins minna flókin og að þér líði vel á Orkustöðinnni þinni.
Megi orkan vera með þérI